Leikhópur fatlaðra - Stjörnur

Jim Smart

Leikhópur fatlaðra - Stjörnur

Kaupa Í körfu

Blikandi stjörnur á Listahátíð fatlaðra LISTAHÁTÍÐ fatlaðra er haldin hátíðleg í annað skipti nú í ár. Í kvöld er ball í gömlu Rúgbrauðsgerðinni en aðaldagurinn er á morgun, sunnudag. Þá hefst fjölbreytt dagskrá kl. 14 í Háskólabíói. Þar verður söngur, dans, leiklist, upplestur og bíómynd sem var unnin sérstaklega fyrir listahátíðina. Að sögn Kristins Ingvarssonar, forstöðumanns Tipp topp í Hinu húsinu kemur fólk nú víða af landinu, en hátíðin var bundin við Reykjavík í fyrra. Fólk kemur frá Ísafirði, Akureyri, Siglufirði og Sólheimum. Sólheimafólkið dansar á sunndaginn, hinir sjá um önnur atriði og sýna myndlist. MYNDATEXTI: Leikrit æft fyrir Listahátíð fatlaðra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar