Leikrit í Iðnó

Leikrit í Iðnó

Kaupa Í körfu

Hádegisleikhús Iðnó hefur áunnið sér fastan sess í menningarlífi borgarinnar. Það er nefnilega afbragðs tilbreyting að horfa á stutt gamanleikrit yfir hádegisverðinum áður en maður hverfur aftur inn í hversdagslífið, endurnærður á líkama og sál af einnar klukkustundar upplifun. Síðastliðinn föstudag frumsýndi Iðnó gamanleikinn Leiki, nýtt íslenskt verk eftir Bjarna Bjarnason, sem vann til verðlauna í leikritasamkeppni þeirri sem Iðnó efndi til við enduropnun sína. Myndatexti: Rannveig Gylfadóttir sem hannaði búninga og leikmynd , Stefán Karl Stefánsson leikstjóri , Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona , Jakob Þór Einarsson leikari og Bjarni Bjarnason höfundur verksins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar