Aðalfundur Búnaðarbanka

Jim Smart

Aðalfundur Búnaðarbanka

Kaupa Í körfu

Rekstraráætlun Búnaðarbanka Íslands fyrir árið 2000 gerir ráð fyrir að hagnaður fyrir skatta verði 1.900 milljónir króna en 1.400 milljónir króna að teknu tilliti til skattaáhrifa. Er þá gert ráð fyrir því að vaxtamunur lækki enn frekar og verði 3,2% í árslok í stað 3,37% 1999, sem þó var nokkur lækkun frá fyrra ári. Þetta kom fram á aðalfundi Búnaðarbankans, sem haldinn var síðastliðinn laugardag. Hagnaður bankans fyrir skatta á árinu 1999 nam 1.704 milljónum króna og að teknu tilliti til reiknaðra skatta var hagnaðurinn 1.221 milljón króna. Myndatexti: Frá aðalfundi Búnaðarbankans. Talið frá vinstri eru Kristinn Zimsen, framkvæmdastjóri útibúasviðs, Stefán Pálsson aðalbankastjóri, Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra og Pálmi Jónsson, formaður bankaráðs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar