Aðalfundur Baugs árið 2000

Sverrir Vilhelmsson

Aðalfundur Baugs árið 2000

Kaupa Í körfu

Veruleg fjölgun verslana Baugs-samstæðunnar fyrirhuguð á komandi árum Helsti vaxtarbroddurinn á Norðurlöndum BAUGUR hf. hyggur á verulega uppbyggingu verslana erlendis á komandi árum auk opnunar fleiri stórverslana hér á landi, og gera áætlanir ráð fyrir að vörusala félagsins vaxi úr 25 milljörðum króna á þessu ári í 36 milljarða árið 2002. Í máli Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs hf., á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í gær, kom fram að síðastliðið ár einkenndist af miklu uppbyggingarstarfi fyrirtækja innan Baugs-samstæðunnar. Á árinu bættist 10-11 verslunarkeðjan við þær verslunarkeðjur sem fyrir voru, þ.e. Hagkaup, Nýkaup, Bónus og Hraðkaup. MYNDATEXTI: Frá aðalfundi Baugs hf. sem haldinn var í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar