Nína Tryggvadóttir - Mósaíkverk

Sverrir Vilhelmsson

Nína Tryggvadóttir - Mósaíkverk

Kaupa Í körfu

Stórt mósaíkverk eftir Nínu Tryggvadóttur á aðalskrifstofu Flugleiða Gengur í endurnýjun lífdaga STÓRU veggmósaíkverki sem Nína Tryggvadóttir gerði fyrir afgreiðslusal Loftleiða á John F. Kennedy-flugvelli í New York árið 1968 hefur verið komið fyrir í húsakynnum Flugleiða við Reykjavíkurflugvöll, aðalskrifstofu. Prýðir það nú vegg sem gengur upp milli hæða meðfram stigagangi, rétt eins og á Kennedy-flugvelli á sínum tíma. Verkið er án titils en hefur verið kallað Víkingaskip á siglingu. Það er 5,9m x 2,7m á stærð og vegur hátt í níu hundruð kíló. MYNDATEXTI: Þórmundur Jónatansson og Gunnar Mogensen, starfsmenn Flugleiða, með leiðbeiningarnar að uppsetningu verksins

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar