Samfylkingin

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Samfylkingin

Kaupa Í körfu

Þingflokkur Samfylkingarinnar vill að úthlutun aflahlutdeilda án endurgjalds eða gjafakvóta, eins og sumir vilja kalla það, verði afnumin í jöfnum áföngum á tíu ára tímabili en útgerðum fiskiskipa þess í stað gefinn kostur á öflun aflahlutdeilda til fimm ára í senn á markaði, þar sem öllum útgerðum sambærilegra fiskiskipa er fenginn jafn réttur og nýliðun þar með auðvelduð. Greiðslum fyrir veiðiheimildir verði dreift á það ár sem þær eru nýttar og allar aflahlutdeildir verði komnar á markað eftir tíu ár. Myndatexti: Þingmenn Samfylkingarinnar kynntu hugmyndir sínar í fiskveiðistjórnunarmálum á blaðamannafundi í gær. Frá vinstri: Rannveig Guðmundsdóttir, Sighvatur Björgvinsson, Jóhann Ársælsson og Svanfríður Jónasdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar