Skipbrotsmenn af Doddu

Sverrir / Sverrir Vilhelmsson

Skipbrotsmenn af Doddu

Kaupa Í körfu

Þremur mönnum bjargað þegar tvær trillur fórust út af Selvogi Veðrið versnaði mjög skyndilega ÞREMUR mönnum var bjargað er tvær trillur fórust skammt suður og suðvestur af Selvogi um sexleytið í gær þegar veður versnaði skyndilega á þessum slóðum. MYNDATEXTI: Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, kom með skipbrotsmennina af Doddu til Reykjavíkur um sjöleytið. (Þremur mönnum var bjargað er tveir litlir bátar fórust út af Selvogi á sjöunda tímanum í kvöld. Skipverjar á Herborgu björguðu einum manni er Sædís SF 4 sökk og þyrla Landhelgisgæslunnar TF Líf bjargaði tveimur mönnum af Doddu NS 9 sem sökk á svipuðum slóðum skömmu síðar. Þyrlan er á leið með skipbrotsmennina af Doddu til Reykjavíkur og Herborg er á leið til Þorlákshafnar með manninn af Sædísi. )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar