Náttúran
Kaupa Í körfu
Myndafrásögn þar sem ljósmyndarar Morgunblaðsins segja sögur af Íslendingum. Samtímis birtast hliðstæðar sögur í átta af helstu dagblöðum Norðurlanda. Náið samneyti við harðlynda náttúru og á stundum háskalega hefur verið hlutskipti íslenskrar þjóðar um aldir. Oft er sagt að landið sé á mörkum hins byggilega heims - hjari veraldar. Ísland er leikvangur óblíðra náttúruafla og enn í sköpun. Myndatexti: Gullfoss er eitt helsta náttúrudjásn Íslands og ber nafn með rentu. Flestir kynnast undurfögrum fossinum að sumarlagi þegar fannhvít boðaföllin skera sig úr svörtu berginu og regnboginn leikur í úðanum við dynjandi undirleik vatnsfallsins. Gullfoss er ekki síður stórfenglegur að vetrarlagi þegar klakinn tekst á við fossandi vatnið og reynir að slá það böndum. Hrikaleg grýlukerti og magnaðar ísmyndir skreyta fossinn um stund en víkja ævinlega fyrir vorinu.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir