Draumurinn

Draumurinn

Kaupa Í körfu

Myndafrásögn þar sem ljósmyndarar Morgunblaðsins segja sögur af Íslendingum. Samtímis birtast hliðstæðar sögur í átta af helstu dagblöðum Norðurlanda. Bernskustöðvar eru ævilöng heimkynni manna, óafmáanleg úr huga þeirra. Hugtakið "heima" merkir meðal annars að vera í essinu sínu. "Halur er heima hver," segir í Hávamálum og að bú sé betra þótt lítið sé. Draumurinn er að vera heima hjá sér, því þar er betra að stjórna lífi sínu, betra að leggja rækt við það sem einstaklingurinn vill vera: Frjáls til að nýta og/eða njóta náttúrunnar. Á hinn bóginn getur það kostað baráttu. Myndatexti : Kosturinn - Sölvi Kristinn Jónsson er fæddur á Fáskrúðsfirði. Hann verður þrítugur á þessu ári, en segist geta talið jafnaldra sína í bænum á fingrum sér. Þegar Sölvi flutti frá Fáskrúðsfirði 1988 bjuggu þar um 800 manns, en nú eru íbúar rúmlega 600. Sölvi bjó í Reykjavík í 7 ár og vann við eitt og annað ásamt því að vera í danskennaranámi. Hann segir að lítill hluti þeirra sem haldi burt til náms kom heim aftur. Þá sé einnig talsvert um það að foreldrar flytji með börnum sínum þegar þau fara í nám. Sölvi segir að það sé mjög þægilegt að búa úti á landi, húsnæði sé ódýrara, þótt það sé dýrara að kynda, og menn geti komist af án þess að eiga bíl. Auðvelt sé að fara á skíði eða skytterí, bara setja byssuna á bakið og rölta upp í fjall, jafnvel í hádeginu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar