Fjármálaauður - Auður í krafti kvenna

Fjármálaauður - Auður í krafti kvenna

Kaupa Í körfu

Verkefnið Auður í krafti kvenna Fjölsetið á FjármálaAuði FYRSTA námskeiðið í námskeiðsröðinni FjármálaAuður, sem tilheyrir verkefninu "Auður í krafti kvenna", var haldið síðastliðinn þriðjudag. Námskeiðið stendur í 16 klukkustundir á sex kvöldum, og er tilgangur þess að konur geti aukið við sína almennu fjármálaþekkingu. Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Símenntar VHR, sem hafði umsjón með námskeiðinu, segir í samtali við Morgunblaðið að hátt í fimmtíu konur hafi tekið þátt í námskeiðinu. Birgir Finnbogason endurskoðandi leiðbeindi á fyrsta kvöldi námskeiðsins FjármálaAuður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar