Kennaraverkfall

Þórður Arnar Þórðarson

Kennaraverkfall

Kaupa Í körfu

Framhaldsskólakennaraverkfall Elva Björt Pálsdóttir kennir efnafræði í Kvennaskól- anum í Reykjavík og er á sínum 27. kennsluvetri. „Ég hef farið áður í verkfall, því miður,“ segir Elva. „Mér finnst meiri skilningur meðal fólks núna á vandamál- unum í skólakerfinu en áður. Fjársveltið er mikið og við erum farin að finna mikið fyrir því og ég get ekki séð að það sé hlutverk samninganefndarinnar okkar að ákveða hvort það eigi að stytta nám til stúdentsprófs, það er bú- ið að flækja þessar samningaviðræður.“ Elva segist meta stöðu mála sem grafalvarlega. „Núna er þetta, miklu frekar en áður, spurning um skólakerfið og stóra sam- hengið. Ég hef mestar áhyggjur af nýliðun, af skorti á ungu fólki í kenn- arastéttinni sem okkur vantar sárlega.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar