Fyrstu lömbin hoppa í krónni

Morgunblaðið/Atli Vigfússon

Fyrstu lömbin hoppa í krónni

Kaupa Í körfu

Laxamýri | Það var mikið um að vera í fjárhúsunum á Hellulandi í Aðaldal um helgina þegar tvær ær báru og fjögur lömb bættust í fjárhópinn. Eitthvað var vitað að ærnar væru í fyrra lagi, en ekki búist við að þær næðu að bera í lok mars, enda sjaldgæft að sauðburður hefj- ist í þeim mánuði. Þetta vakti mikla gleði hjá yngri kynslóðinni og Þór Sæmundsson sem er 4 ára vildi gjarnan hjálpa ömmu sinni Snjólaugu Önnu Péturs- dóttur. Lömbin eru frísk og eru nú þegar farin að hoppa í krónni og virða fyrir sér tilveruna. Eitthvað mun þó í það að þau geti farið út á tún, því0 víða er mikill snjór í Suður-Þingeyjarsýslu. Margir bíða vors- ins sem sennilega er ekki langt undan og litlu lömbin í Hellulandi minna á að sú árstíð kemur fljótlega

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar