Vísir Grindavík

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Vísir Grindavík

Kaupa Í körfu

Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., og Sveinn Guðjónsson, sölustjóri hjá Vísi, funduðu í Grindavík í gærmorgun. Menn urðu ásáttir um það að leita allra leiða til þess að sem fæstir á Djúpavogi missi vinnuna og það ætlum við að gera meðal annars með Sjávarklasanum. Ég heyri ekki annað en forsvarsmenn Vísis séu tilbúnir til við- ræðna um að reyna að milda áhrifin af þessu eins og hægt er,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpa- vogshrepps, en hann og Andrés Skúlason oddviti áttu fund með forsvarsmönnum Vísis hf. í Grindavík í gær- morgun um flutning fyrirtækisins frá Djúpavogi. Á Djúpavogi starfa um 50 manns hjá fyrirtækinu og býðst þeim að flytjast með því til Grindavíkur. Í haust hefur Vísir samstarf við Fiskeldi Austurlands, sú starf- semi mun kalla á 20-25 starfsmenn, og ganga starfs- menn Vísis fyrir í þær stöður. Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., segir að það verði óbreytt starfsemi á Djúpavogi fram á sumar og verði tíminn fram að því notaður í samvinnu við Sjávarklasann og sveitarfélagið til að skoða hvernig fyrirtækið geti unnið enn frekar að uppbyggingu nýrra starfa í sveitarfé- laginu. Vinnan með Sjávarklasanum fer af stað strax í næstu viku. „Við ætlum að taka mánuð í samráð og skoðun og sjá svo stöðuna í lok mánaðarins þegar við vitum betur hvernig landið liggur,“ segir Pétur. Sveitarstjórnarmenn Djúpavogshrepps eiga fund með alþingismönnum kjördæmisins á fimmtudaginn og hafa óskað eftir fundi með sjávarútvegsráðherra. Pétur segir að næsta skref hjá Vísi hf. sé að funda með starfs- fólkinu á Þingeyri og á Djúpavogi og síðan býst hann við að funda með sveitarstjórn Norðurþings fljótlega.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar