Kona handtekin við JL húsið

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kona handtekin við JL húsið

Kaupa Í körfu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með mikinn viðbúnað við JL-húsið við Hringbraut í gær og handtók þar konu á fimmtugsaldri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni sá starfsmaður Nóatúns konu úti á svöl- um í portinu bak við húsið, sem sveifl- aði því sem starfsmaðurinn taldi vera skotvopn. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til og portinu lokað, ásamt vinnusvæði við húsið. Þá var verslun- um Nóatúns og Lyfja og heilsu einnig lokað. Í húsinu eru fleiri verslanir og Myndlistaskólinn í Reykjavík. Vinnu- degi var að ljúka þegar atvikið átti sér stað og töluvert af fólki í húsinu. Sérsveitin fór inn í íbúðina til kon- unnar sem lét af hendi eftirlíkingu af haglabyssu. Ekki liggur fyrir hvað henni gekk til en hún er talin hafa ver- ið undir áhrifum áfengis. Konan verð- ur yfirheyrð í dag, en hún hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu eru öll mál af þessu tagi tekin alvar- lega.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar