Stefán Gunnarsson og Gunnar Atli Fríðuson, fyrrverandi og nýr framkvæmdastjórar Jarðbaðanna við Mývatn.

Birkir Fanndal

Stefán Gunnarsson og Gunnar Atli Fríðuson, fyrrverandi og nýr framkvæmdastjórar Jarðbaðanna við Mývatn.

Kaupa Í körfu

Stefán Gunnarsson og Gunnar Atli Fríðuson, fyrrverandi og nýr framkvæmdastjórar Jarðbaðanna við Mývatn. Jarðböðin við Mývatn eru einn vin- sælasti viðkomustaður ferðamanna, bæði innlendra og erlendra, á norð- anverðu landinu. Nýr framkvæmda- stjóri tók þar við í gær, en í tíð for- vera hans tvöfaldaðist gestafjöldi Jarðbaðanna. Stefán Gunnarsson var fram- kvæmdatjóri Jarðbaðanna í rúm níu ár og var síðasti vinnudagur hans þar í fyrradag. „Jarðböðin höfðu verið í rekstri í sex mánuði þegar ég tók við,“ segir Stefán. „Það hafa orð- ið miklar breytingar síðan þá. Það var búið að koma upp mannvirkjum, en fólk hafði ekki áttað sig sem skyldi á þeim tækifærum sem lægju í rekstrinum. Þegar ég horfi til baka finnst mér ég hafa verið í uppbygg- ingu allan tímann.“ Á þeim tíma sem Stefán gegndi starfinu hefur erlendum ferðamönn- um sem sækja Ísland heim fjölgað mikið. Jarðböðin hafa ekki farið var- hluta af því. „Árið 2005 komu 51.000 gestir, 40% þeirra voru útlendingar, segir Stefán. „Í fyrra, sem var reyndar besta rekstrarárið til þessa, komu rúmlega 100.000 gestir og 80% þeirra voru útlendingar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar