Jóhannes Bjarnason
Kaupa Í körfu
Jóhannes Bjarnason og dóttir hans, Bjarney Hilma. Hún er á áttunda ári, fæddist löngu fyrir tímann, var 680 grömm við fæðingu og vart hugað líf. Tvíburabróðir hennar fæddist andvana. Tápmiklar stúlkur hlaupa um og kasta bolta á æfingu í KA-heimilinu á Akureyri. Jóhannes Gunnar Bjarnason, kennari, handboltaþjálf- ari og fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, þarf að benda á dóttur sína til að sá sem þetta ritar átti sig á því hver hún er. Sú stutta sker ekki úr hópnum. Fyrir liðlega sjö árum, þegar Bjarney Hilma fæddist, var henni hins vegar vart hugað líf; vó ekki nema 680 grömm enda fædd þremur og hálfum mán- uði fyrir tímann. Tvíburabróðir hennar, Jóhannes Gunnar, fæddist andvana nokkrum vikum fyrr. Kraftaverk Jóhannes og eiginkona hans, Kristín Hilmarsdóttir, gengu í gegn- um miklar hremmingar eins og nærri má geta. Kristín hafði farið í allar hefð- bundnar skoðanir og allt var með felldu þar til dag einn, 16. júlí 2006, á 18. viku meðgöngu, að hún missti vatnið að öðru barninu. Kvensjúkdómalæknir var ræstur út á Sjúkrahúsinu á Akureyri og Jó- hannes segir ekki mikla bjartsýni hafa verið ríkjandi. „Læknirinn sagði að fóstrið kæmi líklega fljót- lega – jafnvel strax – og maður skynjaði á starfsfólkinu að í vændum væri mikið áfall. Að nú fæddust lík- lega tvö andvana börn. En fyrsta kraftaverkið af nokkrum var það að drengurinn kemur ekki fyrr en eftir ríflega þrjár vikur og hjálpaði systur sinni í raun með því. En þegar hann fæddist reiknuðum við með, miðað við andlegan undirbúning, að skell- urinn yrði tvöfaldur. Að hitt barnið kæmi strax á eftir, eins og lang- algengast er í tilfellum sem þessu. Við höfðum ákveðið að ef þetta færi svona myndum við skíra börnin í höfuðið á okkur og hann heitir Jó- hannes Gunnar. Þegar farið var með hann í líkhúsið var hugsun mín sú að eftir að stúlkan væri fædd myndu þau hvíla saman. En fyrir annað kraftaverk fæddist stúlkan ekki strax. Okkur hafði verið sagt að 24 vikur væri lágmarkstími til að lífs- líkur væru bærilegar þannig að von- in jókst á hverjum einasta degi; hver dagur var mikilvægur og allir voru þeir lengi að líða.“
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir