Guðrún Tinna Ólafsdóttir hjá Igló

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Guðrún Tinna Ólafsdóttir hjá Igló

Kaupa Í körfu

Hlutirnir hafa gerst hratt hjá íslenska barna- fatamerkinu Ígló&Indí. Fyrirtækið var stofnað árið 2008 en rekur nú þegar þrjár verslanir, í Kringlunni, á Skólavörðustíg og á vefnum, auk þess að selja í heildsölu til þrett- án verslana um land allt og til verslana er- lendis í átta löndum. Er meira að segja hægt að kaupa Ígló&Indí lengst austur í Ástralíu. Guðrún Tinna Ólafsdóttir er framkvæmda- stjóri og einn eigenda fyrirtækisins. „Síðustu tvö árin hafa farið í það að bæta markaðs- setningu og auka sölu á Íslandi og byggja upp vörumerkið í vitund fólks. Fyrir okkur skiptir miklu máli að skilja hvers vegna fólk kaupir fötin okkar og byggja upp skalanlega ferla sem nota má á stærri mörkuðum. Við höfum náð prýðilegum árangri og erum núna að komast á það stig að geta haldið af fullum krafti á markaði erlendis.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar