Sinfóníuhljómsveit Íslands 50 ára

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sinfóníuhljómsveit Íslands 50 ára

Kaupa Í körfu

Hin ógnvekjandi skylda SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á afmælistónleikum sínum - flytur Þriðju sinfóníu austurríska tónskáldsins Gustavs Mahlers. Um upphaf verksins, sem mörgum þykir ein mikilfenglegasta byrjun á sinfónísku verki sem um getur, sagði tónskáldið: "Það er ógnvekjandi að finna hvernig þátturinn vex og þenst út yfir allt sem ég hef áður samið. Það gengur svo langt að 2. sinfónían mín virðist vera eins og barn við hliðina á þessu. Ég verð gripinn skelfingu þegar ég geri mér grein fyrir því hvert þetta stefnir, - þegar ég sé hvaða leið tónlistinni er mörkuð og geri mér ljóst að hin ógnvekjandi skylda að ná þessu markmiði skuli lögð mér á herðar." MYNDATEXTI: Barbara Deaver mezzosópransöngkona.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar