Jóna Eðvalds SF - Loðnuskip

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jóna Eðvalds SF - Loðnuskip

Kaupa Í körfu

"Hvellurinn eins og fallbyssuskot" Jóna Eðvalds SF fékk á sig brotsjó LOÐNUSKIPIÐ Jóna Eðvalds SF fékk á sig brotsjó í fyrrakvöld þegar skipið var á siglingu í Faxaflóa, um 25 mílur suður af Snæfellsnesi. Rúða í brú skipsins brotnaði en engan sakaði. Minniháttar skemmdir urðu á tækjum. Jóna Eðvalds SF var á leið á loðnumiðin við Snæfellsnes í fyrrakvöld en þá var haugasjór og vonskuveður á Faxaflóa, að sögn Ingólfs Ásgrímssonar skipstjóra. "Brotið lenti á bakborðshlið skipsins og við það brotnaði brúargluggi og sjórinn fossaði inn. Krafturinn var ógurlegur og hvellurinn þegar brotið skall á rúðunni eins og fallbyssuskot. Við vorum tveir uppi í brú en vorum báðir stjórnborðsmegin í brúnni og mildi að enginn skyldi slasast."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar