Fram - Grótta - handbolti kvenna

Fram - Grótta - handbolti kvenna

Kaupa Í körfu

Liðsmenn kvennaliðs Gróttu í hand- knattleik sýndu það og sönnuðu í gærkvöld og þeir hræðast ekkert lið. Grótta gerði sér lítið fyrir og vann fjögurra marka útisigur á Íslands- meisturum Fram, 26:22, í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Íslandsmótsins. Þó að Fram sé vissulega ríkjandi Íslandsmeistari þá er liðið ákaflega mikið breytt frá því Framkonur hófu bikarinn á loft í maí í fyrra. Það má þó ekki taka neitt af Gróttu. Kári Garðarsson, þjálfari Seltirninga, á hrós skilið fyrir árangur liðsins í vet- ur og takist Gróttu að slá Fram út annað kvöld kemur Kári klárlega til greina sem þjálfari ársins, ef ekki er þegar búið að kjósa besta fólk Ís- landsmótsins

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar