Gerður Kristný
Kaupa Í körfu
PRINSESSAN á Bessastöðum er ný barnabók eftir Gerði Kristnýju. Þetta er sjálfstætt framhald af Ballinu á Bessastöðum sem kom út fyrir tveimur árum og varð afar vinsæl, reyndar svo vinsæl að von er á henni á hljóðbók innan tíðar. Í nýju bókinni ber svo við að forsetinn fær prinsessu í heimsókn. Hún ber hið mikla nafn Margrét Elísabet Ingiríður Elísabet Margrét. Prinsessan er frekar dauf í dálkinn þegar hún kemur til landsins en svo fær hún spennandi verkefni og þá færist heldur betur líf í hana. Þau forsetinn halda nefnilega saman í leiðangur upp á heiði með 18 hæða kransaköku sem þau þurfa að koma til skila. Á leiðinni gerast undarlegustu atburðir þar sem kýr, harðar kleinur og landnámshæna koma meðal annars við sögu. MYNDATEXTI Vinsæl „Hugmyndin spratt upp úr því að ég fór að velta fyrir mér hvað það hlyti að vera erfitt fyrir ekta prinsessu að sofa í tjaldi ef það væru lambaspörð undir tjalddýnunni,“ segir Gerður Kristný um nýja bók sína, Prinsessan á Bessatöðum , sem er framhald hinnar vinsælu Ballið á Bessastöðum .
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir