Serpent - Blásarahópur - Blásturshljóðfæri

Sverrir / Sverrir Vilhelmsson

Serpent - Blásarahópur - Blásturshljóðfæri

Kaupa Í körfu

Serpent frumflytur Dauðasyndirnar sjö NÝTT tónverk eftir Einar Jónsson básúnuleikara, Dauðasyndirnar sjö, verður frumflutt á tónleikum slagverks- og málmblásarahópsins Serpent í Háteigskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17.00. Innblástur sinn sækir tónskáldið, sem einnig er félagi í Serpent-hópnum, til miðaldamálarans Hieronymus Bosch, sem uppi var á árunum 1450-1516, og málverks hans, Dauðasyndanna sjö. Tónverkið er í átta köflum: Inngangur, græðgin, letin, ágirndin & öfundin, hrokinn, lostinn, reiðin og að lokum iðrunin. MYNDATEXTI: Félagar í Serpent á æfingu undir stjórn Kjartans Óskarssonar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar