Orator

Orator

Kaupa Í körfu

LAGANEMAR við lagadeild Háskóla Íslands taka í ár í fyrsta sinn þátt í alþjóðlegu málflutningskeppninni The Philip C. Jessup International Law Moot Court Competition sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum í dag. Hefur keppnin farið fram á vegum alþjóðasamtaka laganema (ILSA) síðan 1959 og taka árlega þátt í henni um 1600 laganemar frá um 330 lagaskólum í rúmlega sjötíu þjóðríkjum Íslenska liðið er skipað laganemunum Atla Má Ingólfssyni, Heiðari Ásberg Atlasyni og Sigríði Hrefnu Hrafnkelsdóttur og stunduðu þau æfingar fyrir keppnina í Héraðsdómi Reykjavíkur. Á myndinni er Atli Már í pontu en sitjandi í dómi eru frá vinstri: Helgi Jónsson héraðsdómari, Edwin Brown, viðskiptafulltrúi hjá bandaríska sendiráðinu, Jónatan Þórmundsson, forseti lagadeildar, og Ragnar Tómas Árnason héraðsdómslögmaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar