Heimiliskynning - Sýningin Matur 2000

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Heimiliskynning - Sýningin Matur 2000

Kaupa Í körfu

Sýningin Matur 2000 stendur fram á sunnudag 200 fyrirtæki sýna vörur og þjónustu Harðfiskflögur, sinnep með sólþurrkuðum tómötum, jalapeno-ostastangir og ferskt sushi er meðal nýjunga á sýningunni Matur 2000 sem nú stendur yfir um helgina. Það eru hátt í 200 fyrirtæki sem sýna vörur og þjónustu á sýningunni Matur 2000 sem stendur yfir í Tennishöllinni í Kópavogi og lýkur á sunnudagskvöld. Auk þess sem gestum sýningarinnar gefst kostur á að kynna sér nýjungar geta þeir bragðað á ýmsu góðgæti eins og fersku pasta, nýbökuðu brauði, kökum og nýlöguðu kaffi. Boðið er upp á sýnikennslu í blómaskreytingum og haldnar verða tískusýningar á samkvæmisfatnaði og fatnaði fyrir brúðkaup. Þá munu gestakokkar elda fyrir gesti og svara spurningum. MYNDATEXTI: Á vegum Snæfisks var verið að kynna frosnar sósur sem seldar eru í "dropum" í kílóavís. Sósurnar eru spánskar og tilbúnar til neyslu þegar þær þiðna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar