Heimiliskynning - Sýningin Matur 2000

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Heimiliskynning - Sýningin Matur 2000

Kaupa Í körfu

Sýningin Matur 2000 stendur fram á sunnudag 200 fyrirtæki sýna vörur og þjónustu Harðfiskflögur, sinnep með sólþurrkuðum tómötum, jalapeno-ostastangir og ferskt sushi er meðal nýjunga á sýningunni Matur 2000 sem nú stendur yfir um helgina. Það eru hátt í 200 fyrirtæki sem sýna vörur og þjónustu á sýningunni Matur 2000 sem stendur yfir í Tennishöllinni í Kópavogi og lýkur á sunnudagskvöld. Auk þess sem gestum sýningarinnar gefst kostur á að kynna sér nýjungar geta þeir bragðað á ýmsu góðgæti eins og fersku pasta, nýbökuðu brauði, kökum og nýlöguðu kaffi. Boðið er upp á sýnikennslu í blómaskreytingum og haldnar verða tískusýningar á samkvæmisfatnaði og fatnaði fyrir brúðkaup. Þá munu gestakokkar elda fyrir gesti og svara spurningum. MYNDATEXTI: Margrét Rögnvaldsdóttir hjá Whittard of London var að kynna nýja sælkeralínu frá Skotlandi. Um er að ræða sultur, sósur, sinnep, hunang, mauk, ávexti, edik, olíur og smákökur og hægt er að velja úr yfir 50 tegundum. Meðal annars eru þar nýjungar eins og sinnep með sólþurrkuðum tómötum og tómatamauk með kryddi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar