Ingþór Bjarnasson í símanum

Jim Smart

Ingþór Bjarnasson í símanum

Kaupa Í körfu

Ingþór genginn í bakvarðasveit Haraldar INGÞÓR Bjarnason norðurpólsfari kom til landsins í gær eftir mánaðarþátttöku í norðurpólsleiðangrinum, sem enn er haldið áfram af Haraldi Erni Ólafssyni. Ingþór er genginn í bakvarðasveit Haraldar og verður á gervihnattasímavaktinni eins lengi og Iridium-kerfinu verður haldið opnu. Ingþór átti fyrsta símtalið í gær nokkrum klukkustundum eftir að hann kom til landsins og skráði árangur Haraldar frá því á mánudag. Haraldur gekk þá 13,8 km og er kominn 180 km áleiðis til norðurpólsins. MYNDATEXTI: Ingþór talaði við Harald fljótlega eftir heimkomuna í gær. Þá lýsti Haraldur því hvernig hann hafði gengið fram á feikna íshrygg sem byltist í hafinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar