Starfsmenn Fornleifastofnunar Íslands gera athuganir í Pósthússt

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Starfsmenn Fornleifastofnunar Íslands gera athuganir í Pósthússt

Kaupa Í körfu

Starfsmenn Reykjavíkurborgar eru byrjaðir að grafa prufuholur í Pósthússtræti til að undirbúa fyrirhugaða endurgerð götunnar á milli Austurstrætis og Tryggvagötu. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er tilgangur prufuholnanna að gefa vísbendingu um hvort skipta þurfi um jarðveg undir gangstéttum og götu. Skráðar fornminjar eru á þessu svæði og hefur Fornleifastofnun Íslands eftirlit með uppgreftrinum nú Framkvæmdir hjá borginni í Pósthússtræti Morgunblaðið/Golli Breikka stéttir og þrengja að götunni og framkvæmdunum sem eiga að hefjast í seinni hluta mars og standa fram í júlí. Reiknað er með að verkið verði boðið út 15. febrúar. Gangstéttir verða breikkaðar og hellulagðar en á móti verður þrengt að akbrautinni. Snjóbræðsla verður jafnframt lögð undir gangstéttir og götuna. Akbrautin milli Austurstrætis og Hafnargötu verður hellulögð en malbikuð að Tryggvagötu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar