Verkfalli frestað

Verkfalli frestað

Kaupa Í körfu

Kristján Jóhannsson, með samninginn í höndunum, ásamt Magnúsi Péturssyni ríkissáttasemjar Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífs- ins og Isavia og Félags flugmála- starfsmanna ríkisins (FFR), Stéttar- félags í almannaþjónustu (SFR) og Landsambands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna (LSS) undirrituðu nýjan kjarasamning kl. 23.30 í gær- kvöldi. Samningurinn er til þriggja ára og hljóðar upp á 4% hækkun á ári. Fyrr um kvöldið höfðu aðilar tilkynnt að samkomulag hefði náðst um að fresta allsherjarverkfalli, sem hefjast átti kl. 4 í morgun, fram til 22. maí. „Þetta er flókinn samningur og það var lagt upp með það að ná fram launaleiðréttingum og almennum hækkunum fyrir okkar félagsmenn og ég tel að það hafi tekist,“ sagði Krist- ján Jóhannsson, formaður FFR, í gærkvöldi. Hann sagði að menn hefðu lagt mikið á sig til að mætast, síðustu daga og fram eftir degi í gær, og sú vinna hefði skilað árangri. Kristján sagði að legið hefði fyrir í gær að verkfallið yrði ekki langlíft en það yrði félagsmanna að úrskurða um örlög samningsins. Niðurstaða úr at- kvæðagreiðslu um samninginn verður að liggja fyrir 15. maí en kynningar á honum hefjast strax eftir helgi

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar