Nýárssund fatlaðra barna

Nýárssund fatlaðra barna

Kaupa Í körfu

Kolbrún Alda Stefánsdóttir náði besta árangri sem náðst hefur á Nýárssundmóti fatlaðra barna og unglinga í ell- efu ár þegar hún fékk 764 stig fyrir 50 metra bringu- sund. Nýárssundmótið er árlegt mót eins og nafnið gef- ur til kynna og fer fram í Laugardalslauginni. Hinn eftirsótti Sjómannabikar er veittur þeim sem nær besta stigaafreki mótsins. Kolbrún Alda vann bikarinn annað árið í röð en hann var gefinn af Sigmari Ólafssyni sjó- manni á Reyðarfirði. Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra afhenti Kolbrúnu bikarinn. Ekki hafa fengist fleiri alþjóðleg stig á mótinu síðan Gunnar Örn Ólafsson hlaut 771 stig í 50 m baksundi árið 2001.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar