Hringtorgin í Borgartúni grafin upp

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hringtorgin í Borgartúni grafin upp

Kaupa Í körfu

Vegfarendur sem nýverið áttu leið um Borg- artún í Reykjavík ráku vafalaust margir hverjir upp stór augu þegar þeir sáu stórvirka vinnuvél tæta í sig þann gróður sem skreytti hringtorgið í götunni. Samkvæmt upplýsingum frá starfs- mönnum Reykjavíkurborgar var verið að vinna eftir ábendingum frá almenningi sem taldi slysa- hættu stafa af þeim mikla gróðri sem prýddi torgið. Var talið að gróðurinn gæti byrgt öku- mönnum sýn og þar með aukið hættuna fyrir gangandi vegfarendur í grennd við hringtorgið. Gróðurunnendur þurfa þó ekki að hafa miklar áhyggjur því til stendur að planta þar nýjum og lágvaxnari gróðri á næstunni. Er þetta liður í þeim miklu breytingum sem átt hafa sér stað í Borgartúni að undanförnu. Í sumar má svo búast við að götumyndin breytist enn frekar þegar bú- ið verður að koma fyrir litlum umferðareyjum á milli akbrauta á völdum stöðum í götunni en þeim er ætlað að auðvelda gangandi vegfar- endum að komast leiðar sinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar