Borgartún - 7 ríkisstofnanir leigja

Sverrir Vilhelmsson

Borgartún - 7 ríkisstofnanir leigja

Kaupa Í körfu

Stórhýsi í Borgartúni Á rúmlega einu ári hafa tvö stórhýsi risið í Bogartúninu í Reykjavík. Annað eru höfuðstöðvar Nýherja hf. en í hinu verða 7 ríkisstofnanir. Húsin vekja athygli vegfarenda því í báðum tilvikum hefur verið lagt mikið upp úr vandaðri hönnun Ríkisstofnanahúsið Hitt nýja stórhýsið í Borgartúni er í eigu Höfðaborgar ehf., en eigendur þess eru þeir sömu og byggingaverktakafyrirtækisins EYKT ehf., sem sá um byggingaframkvæmdir. Ríkissjóður hefur gert samning um leigu á húsinu til 20 ára fyrir sjö ríkisstofnanir, sem þar verða til húsa. Þær eru: Barnaverndarstofa, Fasteignamat ríkisins, Íbúðalánasjóður, Lánasjóður íslenskra námsmanna, Löggildingarstofa, Ríkissáttasemjari og Yfirskattanefnd. MYNDATEXTI: Stórhýsi ríkisstofnananna sjö.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar