Fálkar
Kaupa Í körfu
Stolt fálkamóðir, nýbúin að bera mat í hreiður á ónefndum stað á Norðurlandi, býr sig hér undir að leggja upp í aðra veiðiferð, enda fjóra sísvanga unga að metta. Fyrstu 30 dagana eða svo verða foreldrin að hluta bráðina niður fyrir þá. Þeir eru í hreiðrinu í 6-7 vikur eða uns þeir verða fleygir. Næstu daga og vikur þar á eftir halda þeir sig í námunda við hreiðrið og sjá foreldrin þeim fyrir mat. Þegar ungarnir eru orðnir færir um að bjarga sér, um mánuði eftir að þeir eru orðnir fleygir, yfirgefa þeir varpstöðvarnar og leggjast í flakk. Gjarnan er þá leitað til strandar. Fyrsti veturinn er þeim býsna erfiður og afföll geta orðið mikil. Eftir það aukast lífslíkurnar. Ungfuglarnir eru dekkri á lit en hinir fullorðnu og með bláleitar klær og nef. Tveggja ára gamlir eru þeir orðnir kynþroska, að talið er, og hafa klæðst endanlegum búningi. Þessi kraftmikli og ófélagslyndi fugl er hánorrænn. Á Íslandi verpir hann um allt land, er hvergi algengur en einna mest af honum í Þingeyjarsýslum og á Vestfjörðum. Árið 1919 var hann friðaður, enda talinn vera að deyja út. Árið 1930 var lögunum aflétt og þá fóru menn brátt aftur á stúfana til að ná í hami til uppstoppunar. Eftir gegndarlaust dráp voru friðunarlög sett að nýju árið 1940 og hefur svo verið upp frá því. Sérstakt leyfi Umhverfisstofnunar þarf til að fá að nálgast hreiður fálka.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir