Forritunarnámskeiði í HR

Forritunarnámskeiði í HR

Kaupa Í körfu

Í sumar munu í kringum 800 börn sækja tölvunámskeið hjá fyrirtækinu Skema, sem hefur það að markmiði að koma forritun inn í grunnskólana og hefur m.a. unnið að því að kenna grunnskólakennurum að kenna for- ritun. Námskeiðin eru af ýmsum toga en auk forritunar stendur börn- unum til boða að læra að taka tölvu í sundur og setja saman aftur og byggja ævintýraheima í hinum gríðarvinsæla tölvuleik Minecraft. Árdís Ármannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Skema, segir aðsókn- ina í tölvunámskeiðin hafa verið afar góða en hvernig líkar krökkunum? „Það koma margir krakkar á nán- ast öll námskeiðin okkar þannig að þetta er pínu svona „einu sinni smakkað, þú getur ekki hætt“. Að þú mætir á grunnforritunarnámskeið og þá langar þig bara í meira; þig langar í leikjaforritunina, sem er eðlilegt framhald af grunnforritun- inni, eða í tækjaforritun og svo lang- ar þig kannski að læra meira á tölv- una sem slíka og ferð á þetta tölvutætingsnámskeið,“ segir hún

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar