Bleytan torveldar slátt

Bleytan torveldar slátt

Kaupa Í körfu

Mörgum þykja grænir reitir Reykjavíkur loðnari á þessu votviðrasumri en góðu hófi gegnir. „Mér sýnist svona að það sé bara al- veg þokkalegur gangur í þessu og það er bara þannig að það eru allar vélar á fullu alltaf og væntanlega er önnur umferð langt komin,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um grassláttinn í borginni. Mörgum þykja tún borgarinnar heldur loðin en Bjarni segir sprett- una hafa verið gríðarlega vegna vætutíðarinnar, sem hefur sömuleiðis gert sláttufólki erfitt fyrir. Hann seg- ir engin svæði hafa forgang umfram önnur. „Ekki nema skrúðgarðarnir, sem hafa sín eigin tæki sem fara oftar um. Þeir eru slegnir meira en þessi almennu svæði í borginni,“ segir Bjarni. Hlýindi og raki í jörðu torvelduðu sömuleiðis slátt í kirkjugörðum borg- arinnar framan af júní en Þorgeir Adamsson, garðyrkjustjóri Kirkju- garða Reykjavíkurprófastsdæma, segir að betur hafi gengið sl. vikur. „Frá því um 20. júní var gerð gang- skör að því að reyna að ná tökum á slætti og hirðingu í kirkjugörðum Reykjavíkur og sérstaklega í Gufu- neskirkjugarði,“ segir hann, og m.a. unnin eftirvinna og helgidagavinna. Síðan hafi ástandið verið viðunandi

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar