Útimarkaður í Laugardal

Útimarkaður í Laugardal

Kaupa Í körfu

Árlegur útimarkaður Íbúasamtaka Laugardals fer fram í dag við Snarfarahöfnina í Elliðavogi. Markmiðið með deginum er að skapa skemmtilega stemningu í hverfinu, en markaðnum er fundinn nýr staður á hverju ári. Markaðurinn er mjög vinsæll og kemur fólk alls staðar að til þess að vera með og fylgjast með. Þar má kaupa allt milli himins og jarðar og er öllum heimilt að mæta á svæðið. Hópur Hér sjást nokkur þeirra sem koma að skipulagningu markaðarins. Frá vinstri: Jón Guðmundsson, Kristín Þorleifsdóttir, Hildur Arna Gunnarsdóttir og Sigríður Melrós Ólafsdóttir. Á myndina vantar Hrafnkel Einarsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar