Lágfargjaldaflugfélagið Go

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Lágfargjaldaflugfélagið Go

Kaupa Í körfu

Breska flugfélagið Go byrjar reglubundið áætlunarflug til Íslands 26. maí nk. en flogið verður fjórum sinnum í viku í sumar á milli Keflavíkur og London. Go, sem er dótturfyrirtæki British Airways, er svokallað lágfargjaldafélag og mun flugfarið kosta á bilinu 10-24 þúsund krónur fram og til baka en að sögn Davids Maglianos, sölu- og markaðsstjóra Go, er meiningin að um helmingur allra flugsæta verði seldur á lægra verðinu. Myndatexti: David Magliano, sölu- og markaðsstjóri Go, kynnir áætlunarflug félagsins á milli London og Keflavíkur í sumar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar