Katherine Loveless og Rúrik Karl Björnsson

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Katherine Loveless og Rúrik Karl Björnsson

Kaupa Í körfu

Nú er komið nóg af ótta. Ótta við að vera ein, ótta við að mistakast, ótta við að lifa því lífi sem ég vil. Óttinn er kæfandi, það er kominn tími til að anda. Það er kominn tími til að fara til Íslands.“ Svo segir meðal annars í fyrstu dagbókarbrotum Katherinear Loveless í bókinni, A Year in Fire and Ice. Þar rekur hún sögu sína með hugleiðingum í réttri tímaröð og ljósmyndum frá ársdvöl á Íslandi. „Þessi pílagrímsferð mín til Íslands hefur verið ótrúlegt ævintýri. Ég kom hingað í febrúar í fyrra með hjartað fullt af sorg og söknuði vegna fráfalls bróður míns. Hann var ári yngri en ég og við vorum mjög náin. Við það að missa hann og lenda skömmu síðar í alvarlegu bílslysi, upplifði ég sterkt hversu brothætt lífið er. Það vakti mig á einhvern hátt til lífsins, fékk mig til að átta mig á nauðsyn þess að lifa lífinu til fulls, hverja stund.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar