Víkingahátíðin í Slagelse

Víkingahátíðin í Slagelse

Kaupa Í körfu

Á annað þúsund manns tóku þátt í vík­inga­hátíð í Slag­el­se í Dan­mörku í sum­ar. Rúm­lega þrjá­tíu Íslend­ing­ar, á veg­um vík­inga­fé­lags­ins Rimm­ugýgja, stærsta starf­andi vík­inga­fé­lags hér á landi, tóku þátt en fé­lagið fer stækk­andi með hverju ár­inu og eru meðlim­ir þess nú yfir 140 tals­ins. „Þarna mynd­ast ótrú­leg stemn­ing. Þetta er í raun eins og eitt stórt ætt­ar­mót“ seg­ir Ingólf­ur Már Gríms­son, einn af bar­dagaþjálf­ur­um fé­lags­ins, um hátíðina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar