Sinfónían -Söngsveitin Fílharmónía -Selkórinn

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sinfónían -Söngsveitin Fílharmónía -Selkórinn

Kaupa Í körfu

Sviðsfyllir af fólki Sinfóníuhljómsveit Íslands, Söngsveitin Fílharmónía, Selkórinn og einsöngvarar frumflytja tónverkið Immanúel eftir Þorkel Sigurbjörnsson á tónleikum í Háskólabíói í kvöld. Orri Páll Ormarsson kom að máli við tónskáldið og félaga úr kórunum en sjaldan hafa fleiri menn flutt verk eftir íslenskt tónskáld. HVAÐ er hér á seyði? hugsar blaðamaður hvumsa. Hann er staddur við innganginn í aðalsal Háskólabíós og gegn honum streymir endalaus mannafli. Sextíu, sjötíu, örugglega hundrað menn, af öllum stærðum og gerðum. Þetta er sameinuð fylking Söngsveitarinnar Fílharmóníu og Selkórsins að koma af æfingu á tónverki Þorkels Sigurbjörnssonar, Immanúel, sem frumflutt verður í kvöld. MYNDATEXTI: Bernharður Wilkinson, aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníunnar og kórstjóri Söngsveitarinnar, mun stjórna flutningnum í kvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar