Lionsklúbburinn Freyr

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Lionsklúbburinn Freyr

Kaupa Í körfu

LIONSKLÚBBURINN Freyr hefur gefið björgunarsveitinni Ársæli hlustunartæki. Tækið er af gerðinni DELSAR og er ætlað til að leita í rústum eftir náttúruhamfarir. Tækið er svipað því og notað var af bandarískri björgunarsveit við leit í húsarústum í Tyrklandi eftir jarðskjálftann mikla á síðasta ári. Eins og kunnugt er tóku Íslendingar þátt í björguninni. Nýja DELSAR-tækið er af nýrri kynslóð og mun fullkomnara en þau af eldri gerðinni. Gjöfin rennir styrkum stoðum undir alþjóðlega björgunarsveit, sem stendur til að stofna hér á landi. Lionsklúbburinn Freyr var stofnaður 1968 og hefur síðan þá veitt úr líknarsjóði um það bil 80 milljónir króna. Því má með sanni segja að jóladagatölin frá Lions komi að góðum notum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar