Heimsókn forseta Póllands

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Heimsókn forseta Póllands

Kaupa Í körfu

Fundur forseta Póllands og forsætisráðherra Ræddu um samvinnu í sjávarútvegi ALEKSANDER Kwasniewski, forseti Póllands, átti fund með Davíð Oddssyni forsætiráðherra í Ráðherrabústaðnum í gærmorgun. Þeir ræddu m.a. um samskipti landanna á nokkuð breiðum grundvelli, samstarfið í NATO og hugsanlega inngöngu Póllands í Evrópusambandið. MYNDATEXTI: Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands og Davíð Oddsson, forsætisráðherra Íslands, ræddu um samskipti ríkjanna á breiðum grundvelli á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í gær. Á fundinum voru einnig Barbara Tuge-Erecimska, varautanríkisráðherra Póllands, Stanislaw Czartoryski, sendiherra Póllands á Íslandi og Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar