Sýning

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sýning

Kaupa Í körfu

Á sýningu sem ber heitið Fjarskipti til framtíðar, sem haldin var um liðna helgi, bar margt forvitnilegt fyrir augu. Kynntar voru vörur og þjónusta sem tengdust samskiptum og fjarskiptum: símatækni, lófatölvulausnir og breiðband og ADSL svo dæmi séu tekin, frá mörgum af helstu fyrirtækjum á sínu sviði, innlendum sem erlendum. Sýningin, sem haldin var í tvo daga í íþróttahúsinu í Smáranum í Kópavogi, var allvel sótt en jafnhliða henni var haldin ráðstefna um nýjungar á fjarskiptamarkaðinum. Myndatexti: Í mörg ár hafa menn séð í hillingum þann tíma þegar allir símar verða myndsímar. Landssíminn kynnti þennan síma sem er myndsími og nýtir ISDN-tengingu til að senda mynd og tal á milli. Standi illa á er einfalt að skjóta loku fyrir myndavélina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar