Hita- og vatnsveita Akureyrar - Samningur

Kristján Kristjánsson

Hita- og vatnsveita Akureyrar - Samningur

Kaupa Í körfu

Þurr hola endurnýtt með stefnuborun HITA- OG VATNSVEITA Akureyrar skrifaði í gær undir samning við Jarðboranir hf. um borun á tveimur holum í Eyjafirði. Annars vegar 1.000 metra rannsóknarholu á Sigtúnum í Eyjafjarðarsveit og hins vegar stefnuborun út úr holu sem ekki hefur nýst, á Laugalandi á Þelamörk. Samningur HVA og Jarðborana hljóðar upp á liðlega 40 milljónir króna en heildarkostnaður við verkið er áætlaður 55-60 milljónir króna. MYNDATEXTI: Frá undirritun samningsins, f.v. Ólafur Flóvenz frá Orkustofnun, Franz Árnason, framkvæmdastjóri HVA, Bent S. Einarsson, framkvæmdastjóri Jarðborana, og Þór Gíslason aðstoðarframkvæmdastjóri. mynd kom ekki (myndvinnsla akureyri. frá undirritun samnings milli hva og jarðborana. ólafur, franz, bent og þór. litur. mbl. kristjan.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar