Kuldi á Akureyri

Kristján Kristjánsson

Kuldi á Akureyri

Kaupa Í körfu

Napurt í norðanáttinni ÞAÐ er heldur kuldalegt um að litast norðanlands um þessar mundir, en víða snjóaði í fjöll og var hálka á nokkrum fjallvegum, ökumönnum til hrellingar. Félagarnir í Veðurklúbbnum á Dalvík höfðu spáð því í byrjun þessa mánaðar að bresta myndi á með svonefndu kóngsbændahreti og miðuðu við 19. maí í því sambandi. Þar hafa þeir eins og oft áður reynst sannspáir. Þegar ljósmyndari átti leið um Kaupvangsstræti festi hann þetta fólk sem var að bíða eftir strætó á filmu, en eins og sjá má er vissara að setja upp hettuna þegar hann blæs svona napurt úr norðrinu. ENGINN MYNDATEXTI. (myndvinnsla akureyri. kuldalegt á akureyri. litur.mbl. kristjan)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar