Marel selur flæðilínu fyrir kjúkling í Bandaríkjunum

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Marel selur flæðilínu fyrir kjúkling í Bandaríkjunum

Kaupa Í körfu

Marel hf. hefur undirritað sölusamning við Foster Farms, stærsta kjúklingaframleiðanda á vesturströnd Bandaríkjanna, á fyrstu flæðilínu fyrir kjúkling auk MPS-hugbúnaðar til viðskiptavinar í Bandaríkjunum. Að sögn Magnúsar Rögnvaldssonar, umsjónarmanns markaðssviðs Marel, verður búnaðurinn afhentur í sumar, en söluverðið nemur um 50 milljónum króna. Myndatexti: Nýja flæðilínan sem Marel er að framleiða fyrir kjúklingaiðnaðinn. Nú standa yfir lokaprófanir og í lok vikunnar verður hún send sjóleiðis til Bandaríkjanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar