Bryndís Björg Einarsdóttir

Jim Smart

Bryndís Björg Einarsdóttir

Kaupa Í körfu

Fegurð íslenskra kvenna hefur lengi verið rómuð og ungfrú Reykjavík árið 1999, Bryndís Björg Einarsdóttir, heldur heiðrinum á lofti. Hún tók nýlega þátt í keppninni Drottning Evrópu sem haldin var í bænum Linz í Austurríki. Keppendur voru átján og þótti hópi fatahönnuða sem dæmdu keppnina Bryndís bera af hvað glæsileik varðaði. Hún var því í kjölfarið krýnd Drottning glæsileikans og hlaut í verðlaun sérhannaðan glæsikjól sem fatahönnuðurinn Anurag Cauhan hannaði. Kjóllinn er metinn á um 200 þúsund íslenskar krónur og nú bíður Bryndís eftir hárréttu tækifæri til að skarta þessum gullfallega kjól

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar