Grafarvogskirkja

Jim Smart

Grafarvogskirkja

Kaupa Í körfu

Í gærmorgun var tekið á móti nýjum kirkjuklukkum Grafarvogskirkju og þeim komið fyrir á sínum endanlega stað í kirkjuturni. Er hér um að ræða þrjár klukkur sem smíðaðar voru í Belgíu. Á tvær þeirra eru letruð erindi úr sálmi sem Sigurbjörn Einarsson biskup orti sérstaklega sem gjöf til Grafarvogsbúa á þessum tímamótum en á þeirri þriðju er sálmur Helga Hálfdanarsonar, "Nú gjaldi Guði þökk". Verður sálmur Sigurbjarnar frumfluttur við lag Þorkels Sigurbjörnssonar í vígslumessunni sem verður, eins og áður sagði, sunnudaginn 18. júní kl. 13:30.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar