Strandlengjan 2000

Strandlengjan 2000

Kaupa Í körfu

Strandlengjan 2000 er yfirskrift útisýningar Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík sem opnuð verður í dag. Sýningin er staðsett við norðurströnd Reykjavíkur, meðfram Sæbrautinni, frá Reykjavíkurhöfn og yfir mót Kringlumýrarbrautar. Myndatexti: Rósa Gísladóttir / Steingerð framtíð. Steingervingar eru heimild um líf á fornsögulegum tíma. Steinrunnar leifar dýra og plantna segja þó ekki nema hluta af sögunni. Það sem varðveitist eru aðeins harðir líkamshlutar sumra lífvera; tennur, bein, skeljar. Hvað verður til vitnis um lífið nú á dögum eftir þúsund milljón ár? Afreksverk mannkynsins - eða enn sem fyrr skeljar, kuðungar, krossfiskar? Víst er að steingervingar framtíðarinnar verða tilviljunarkennd brot af heildarmyndinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar