Strandlengjan 2000
Kaupa Í körfu
Strandlengjan 2000 er yfirskrift útisýningar Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík sem opnuð verður í dag. Sýningin er staðsett við norðurströnd Reykjavíkur, meðfram Sæbrautinni, frá Reykjavíkurhöfn og yfir mót Kringlumýrarbrautar. Myndatexti: Kristinn G. Harðarson / Án titils. Verkið er þannig gert að nokkurs konar rammi, settur saman úr stáli og plexigleri, situr á stöng sem grafin er lóðrétt ofan í jörðina. Inn í honum er tölvuprent. Á tölvuprentinu er mynd og meðfylgjandi texti. Frá vori og fram eftir sýningartíma mun höfundur ganga eftir strandlengjunni í austurátt frá þeim stað sem sýningarsvæðið endar. Hann mun þræða sig eftir henni og ljósmynda og skrifa hjá sér það sem vekur athygli hans á einn eða annan hátt. Þetta verða sjö göngutúrar og byrjar höfundur hvern þeirra þar sem sá síðasti endaði. Lengd hvers göngutúrs fer eftir aðstæðum og löngun hverju sinni. Tölvuprentin verða sjö (mynd og texti fyrir hvern göngutúr) og mun verða skipt um þau í rammanum á meðan á sýningartímanum stendur, eftir því sem henta þykir.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir