Strandlengjan 2000

Strandlengjan 2000

Kaupa Í körfu

Strandlengjan 2000 er yfirskrift útisýningar Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík sem opnuð verður í dag. Sýningin er staðsett við norðurströnd Reykjavíkur, meðfram Sæbrautinni, frá Reykjavíkurhöfn og yfir mót Kringlumýrarbrautar. Myndatexti: ÁSA HAUKSDÓTTIR / MARTRÖÐ. Verk tileinkað þeim sem undirdjúpin byggja. Hafið þekur tvo þriðju hluta jarðarinnar og er að mestu leyti ókannað. Vísindahyggja nútímans hafnar aldagömlum sögnum um furðudýr í djúpum hafsins og hernaðaryfirvöld þræta fyrir að manngerð skrímsli leynist í hafinu. Martröð er tileinkuð goðsögnum undirdjúpanna og með henni eignast gleymdar kynjaskepnur hafsins sína eigin Frægðartröð (Walk of Fame) á norðurströnd Reykjavíkur. Verkið er fyrir norðan Höfða sem er vettvangur margra þjóðsagna og er tilgangur þess að efla tengsl borgarbúa við hafið og gera þau sem undirdjúpin byggja ódauðleg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar